FESK er félag um íslenskan landbúnað.
Félög eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda hafa stofnað félagið FESK sem hefur það markmið að stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu um landbúnað á Íslandi. FESK mun verða málsvari félaganna þriggja á opinberum vettvangi og koma fram fyrir hönd félagsmanna. Stofnendur FESK vonast til að starfsemi félagsins verði öflugur liðsauki í baráttu alls íslensks landbúnaðar fyrir tilveru sinni, enda samvinna og samheldni allra búgreina mikilvæg heildinni.
Félögin sem standa að FESK eru:
Félag eggjaframleiðenda - Bændahöllinni v/Hagatorg / 107 Reykjavík / kt: 620388-1149
Félag svínabænda - Bændahöllinni v/Hagatorg / 107 Reykjavík / Kt: 600488-2019
Félag kjúklingabænda - Bændahöllinni v/Hagatorg / 107 Reykjavík / Kt: 600488-1989